Uppbyggingarstefnan

Ritstjórn Fréttir

Starfsfólk skólans hefur í nú í upphafi skólaárs kynnt sér hugmyndafræði s.k. uppbyggingarstefnu með tilliti til þess að fara að vinna markvisst í anda hennar. Uppbyggingarstefna (Restitution) í skólastarfi er hugmyndakerfi sem í felst bæði aðferð og stefnumörkun skóla til bættra samskipta.
Megin atriðið er að kenna börnum og unglingum sjálfsaga og sjálfsstjórn. Höfundur uppbyggingarstefnunnar er Diane Chelsom Gossen frá Saskatoon í Kanada. Sjálfsstjórnarkenning er kenning um það hvað stýrir mannlegri hegðun. Hún kemur með vísindalega útskýringu á innri áhugahvöt.
Hún hjálpar okkur að skilja það, hvernig manneskjan leitast stöðugt við í ákveðnum tilgangi og á mörgum vitundarstigum, að ná markmiðum sínum og fullnægja þörfum sínum í síbreytilegu umhverfi.