Í haust mun skólinn taka í notkun nýtt eða verulega endurbætt nemendaskráningarkerfi, kallað Mentor. Vefsíða www.mentor.is. Er þetta miðlægt vefkerfi og aðgangsstýrt. Því gefst forráðamönnum kostur á því innan skamms að tengjast þessu kerfi heiman að frá sér og geta þeir þá fylgst enn betur með framgangi nemenda í skólanum og því sem þar er að gerast. Því verður upplýsingum um netföng safnað saman bráðlega og ekki síðar en á kynningarfundum sem að venju eru haldnir fljótlega í byrjun skólaársins en forráðamenn munu fá send frá skólanum upplýsingar um notendanafn og aðgangsorð.