Nú er hægt að skoða úrslit frá frjálsíþróttamótinu sem haldið var í Borgarnesi 13. sept. s.l. Hér öttu kappi nemendur 4.-10. bekk samstarfsskólanna á Vesturlandi en jafnframt var keppt í sundi. Til að sjá úrslitin þarf að fara inn á www.fri.is og velja þar „mótaforrit“ Þá er hægt að velja annars vegar úrslit í 4.-6. bekk og hins vegar úrslit í 7. – 10. bekk.