Auglýst eftir fulltrúum foreldra

Ritstjórn Fréttir

Síðustu þrjú skólaár hefur skólinn verið þátttakandi í s.k. Grænflaggsverkefni. Markmiðið með því er að:

  • Bæta umhverfi skólans, minnka úrgang og notkun á vatni og orku
  • Efla samfélagskennd innan skólans
  • Auka umhverfisvitund með menntun og verkefnum innan kennslustofu og utan
  • Styrkja lýðræðisleg vinnubrögð við stjórnun skólans
  • Veita nemendum menntun og færni til að takast á við umhverfismál
  • Tengja skólann við samfélag sitt, fyrirtæki og almenning

Eitt af því sem þarf að gera er að stofna umhverfisnefnd skólans. Hún er þungamiðja verkefnisins og skipuleggur og stýrir því. Í nefndinni sitja fulltrúar nemenda, kennara, ræstingarfólks, umsjónarfólks, foreldra og stjórnenda skólans. Nefndin á að starfa samkvæmt lýðræðislegum leikreglum og nemendur að hafa þar mikið vægi. Hér með er auglýst eftir fulltrúum foreldra sem vilja taka þátt í þessu verkefni með okkur og sitja í umhverfisnefnd skólans. Áugasamir gefi sig fram við Hilmar Már Arason aðstoðarskólastjóra.