Forvarnar – og æskulýðsball

Ritstjórn Fréttir

Föstudaginn 11. nóv. verður hið árlega forvarna – og æskulýðsball haldið í Borgarnesi, að þessu sinni í Íþróttamiðstöðinni. Nemendur 15 skóla á Vesturlandi koma til með að skemmta sér saman og hljóta jafnframt fræðslu um skaðsemi reykinga. Hljómsveitin Í svörtum fötum heldur uppi fjörinu til kl. 24. Skemmtunin hefst hins vegar kl. 20.