Dagur íslenskrar tungu

Ritstjórn Fréttir

Þriðjudagurinn 16. nóv., fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar, er dagur íslenskrar tungu. Af því tilefni verður margt um að vera hér í skólanum. Eldri nemendur lesa fyrir þá yngri, leikskólinn fær heimsókn og síðan verður dagskrá í kirkjunni þar sem fram fer upplestur og söngur í umsjá nemenda í 6.-9. bekk. Þessi dagskrá, sem byggir á verkum Jónasar, hefst kl. 12:30 er rúmlega klukkustundarlöng. Eru allir velkomnir.