Vatnsdagurinn

Ritstjórn Fréttir

Í gær, 17. nóvember, var uppskeruhátíð hjá nemendum á miðstigi. Uppskeruhátíðin var ekki aðeins hjá nemendum við Grunnskólann í Borgarnesi, því á sama tíma komu nemendur frá níu öðrum skólum, víðsvegar á norðurlöndunum, saman og skoðuðu verk sín og nemenda í öðrum skólum. Allir skólarnir tengdust samtímis á netinu og höfðu samskipti sín á milli. Hátíðin hét Vatnsdagurinn enda var hún lokapunkturinn á stóru Norrænu samstarfsverkefni sem fjallaði um neysluvatn. Hátíðin tókst afskaplega vel og nemendur geta verið stoltir af verkum sínum. Ekki er vitað til þess að jafnmargir skólar hafi tengst netinu samtímis og haft skamskipti með þessum hætti fyrr hér á landi. Hér má sjá myndir frá vatnsdeginum. Verkefni nemenda í Grunnskólanum í Borgarnesi má skoða á vatnsvefnum.