Sýning í Snorrastofu

Ritstjórn Fréttir

Í gær, fimmtudaginn 15. des, var opnuð í Snorrastofu í Reykholti, sýning á myndverkum nemenda í 7. bekk sem þau unnu í fyrravetur um æfi Snorra Sturlusonar. Mun sýningin verða uppi fram á vor. Njóta verkin sín vel enda umgjörð öll hin glæsilegasta. Er það vel þess virði að koma við í Snorrastofu og sjá verkin. Hér undir er eitt verkanna að finna.