Norræna skólahlaupið hefur farið fram í grunnskólum landsins óslitið frá árinu 1984 og lengstan hluta þess tíma verið í umsjón ÍSÍ. Á síðustu árum hefur Ísland verið eina þátttökuþjóðin á Norðurlöndunum og nafn hlaupsins því ekki endurspeglað verkefnið. ÍSÍ ákvað þess vegna að breyta nafni hlaupsins sem kallast nú Ólympíuhlaup ÍSÍ. Hér í grunnskólanum var hlaupið þann 30. september. Um það bil 285 nemendur tóku þátt í hlaupinu. Allir á yngsta stigi hlupu 2,5 km en mið- og unglingastig gátu valið um að hlaupa 2,5 eða 5 km. Nokkuð færri nemendur hlupu 5 km í ár en í fyrra og heildarkílómetrarnir voru 750 en 820 í fyrra.
MS styrkti hlaupið og gaf öllum mjólk að hlaupi loknu.