Menntaskóli Borgarfjarðar

Ritstjórn Fréttir

Runólfur Ágústson rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst og Helga Halldórsdóttir forseti bæjarstjórnar komu á starfsmannafund í dag og kynntu þar Menntaskóla Borgarfjarðar. Fram kom að vinna við undirbúning gengur vel. Að lokinni kynningu sátu þau fyrir svörum en fjölmargar spurningar komu fram. Ekki var annað að heyra en kynningin hlyti góðan hljómgrunn fundarmanna.