Gjöf frá Rauða Krossinum

Ritstjórn Fréttir

Rauða Kross deildin hér í Borgarfirði færði skólanum að gjöf í síðustu viku hjartastuðtæki af fullkomnustu gerð. Í dag munu svo starfsmenn fá fræðslu um notkun tækisins. Tæki sem þetta er mikilvægt öryggistæki og fyrir svo stóran vinnustað eins og skólinn er eykur þetta öryggiskennd okkar. Borgarfjarðardeild Rauða Krossins eru færðar alúðarþakkir fyrir stuðninginn.