Uppeldi til ábyrgðar – Uppbygging sjálfsaga
Fræðsluerindi fyrir foreldra leik- og grunnskólabarna í
Félagsheimilinu Óðali
Fimmtudagskvöldið 9. mars klukkan 20:00 – 22:00
Áhersla verður lögð á að kynna aðferðir uppeldis til ábyrgðar og hvernig mögulegt er að ýta undir jákvæð samskipti foreldra og barna í takt við aðferðir uppeldis til ábyrgðar. Fjallað verður um grunnþarfir barna og mismunandi nálganir í uppeldi. Spurningar og spjall í lok dagskrár.
Guðlaug Erla Gunnarsdóttir, aðstoðarskólastjóri og Hildur Karlsdóttir, kennari í Álftanesskóla halda kynninguna.
Grunnskólinn í Borgarnesi er núna að vinna að því að innleiða aðferðir þessarar stefnu, „uppeldi til ábyrgðar“, í skólanum.