Nú í kvöld fór fram upplestrarkeppni 7. bekkjar í Óðali. Velflestir nemendur árgangsins tóku þátt en því miður voru nokkrir veikir. Stóðu keppendur sig allir með miklum sóma og átti dómnefnd, skipuð þeim Snorra Þorsteinssyni, Finni Torfa Hjörleifssyni og Margréti Jóhannsdóttir, í vanda með að raða í sæti. En hún hvað upp sinn úrskurð og var sigurvegari Magnús Daníel Einarsson, í öðru sæti varð Birna Aradóttir og í því þriðja varð Hanna Dóra Jónsdóttir. Mynd frá verðlaunaafhendingu er hér að finna. Í hléi buðu foreldrar uppá veitingar sem voru gerð góð skil.