Stærðfræðikeppni FVA

Ritstjórn Fréttir

Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi stendur árlega fyrir stærðfræðikeppni fyrir nemendur 8.- 10. bekkja hér á Vesturlandi. Fór keppnin fram fyrir nokkru. Úrslit voru kunngerð í gær, laugardag, en 10 efstu keppendum úr hverjum árgangi er boðið að koma til glæsilegs lokahófs þar sem endanleg úrslit eru kynnt. Skólinn okkar átti fulltrúa í öllum árgöngum, þrjá í 8, bekk og einn í hvorum hinna. Er þeim óskað til hamingju með frábæran árangur.
Í efstu sætum í 8. bekk voru: 1. Sigurður Trausti Karvelsson, Grundaskóla; 2. Guðrún Ingadóttir, Grunnskólanum í Borgarnesi; 3. Jóhanna Stefánsdóttir, Grunnskólanum í Borgarnesi.
Í efstu sætum í 9. bekk voru: 1. Kristinn Hlíðar Grétarsson, Grundaskóla; 2. Eydís Rán Bergsteinsdóttir, Laugargerðisskóla; 3. Aron Öfjörð Jóhannesson, Brekkubæjarskóla.
Í efstu sætum í 10. bekk voru: 1. Indriði Einar Reynisson, Grunnskólanum á Hólmavík; 2. Ásdís Braga Guðjónsdóttir, Lýsuhólsskóla; 3. Ragnar Þór Gunnarsson, Grundaskóla.