Upplestrarkeppni hjá 5. og 6. bekk

Ritstjórn Fréttir

Undanfarnar vikur hafa nemendur í 5. og 6. bekk æft upplestur undir stjórn umsjónarkennara sinna, fyrir upplestrarkeppni sem var haldin í gærkvöldi.
Þessi keppni var með sama sniði og upplestrarkeppnin sem haldin hefur verið um árabil í 7. bekk þar sem fulltrúar í Stóru upplestrarkeppnina eru valdir.
Það er skemmst frá því að segja að nemendur stóðu sig með afbrigðum vel og hlutu allir viðurkenningaskjal fyrir þátttökuna. Þrjú efstu sætin í hvorum árgangi voru verðlaunuð með páskaeggi.
Mæting var með besta móti og það var erfitt verk fyrir dómnefndina að velja sigurvegara, en niðurstaðan í 6. bekk varð sú að Alexander Gabríel var í fyrsta sæti, Díana Brá í öðru sæti og Ísfold í því þriðja. –