Nú er að ljúka heimsókn 27 nemenda og kennara frá Vallekilde- Hovre Friskole í Danmörku. Hafa þeir dvalið hér frá því á þriðjudag, fyrst á heimilum hjá nemendum og nú um helgina í skólanum. Hefur margt verið skoðað og gert og er von okkar að gestirnir hafi notið dvalarinnar. Héðan fara þeir til Reykjavíkur og halda svo af landi brott á morgun, þriðjudag.