Lausar kennarastöður

Ritstjórn Fréttir

Grunnskólinn í Borgarnesi auglýsir lausar til umsóknar kennarastöður við skólann frá upphafi næsta skólaárs. Leitað er að vel menntuðum kennurum sem vilja taka þátt í þróun skólastarfs með öðrum starfsmönnum skólans. Lögð er áhersla á fjölbreytta og sveigjanlega kennsluhætti, teymisvinnu kennara og vellíðan. Unnið er í anda uppbyggingarstefnu
Meðal kennslugreina er stuðnings- og sérkennsla, almenn bekkjarkennsla, og raungreinar. Í skólanum eru um 330 nemendur og mun þeim fjölga á næstu misserum enda er Borgarbyggð vaxandi byggðarlag þar sem gott er að búa.
Á heimasíðunni er að finna ýmsar upplýsingar um skólann en auk þess veita Kristján Gíslason (kristgis@grunnborg.is) skólastjóri og Hilmar Már Arason (hilmara@grunnborg.is) aðstoðarskólastjóri fúslega allar upplýsingar í síma 437-1229.
Umsóknarfrestur er til 12. maí.
Skólastjóri