Hátíð á föstudag

Ritstjórn Fréttir

Grænfáninn
Nú hefur Landvernd samþykkt umsókn okkar um grænfánann. Höfum við því uppfyllt skilyrðin fyrir úthlutun og bætumst í hóp þeirra skóla sem fengið hafa þessa viðurkenningu.
Við sama tækifæri verður undirritaður samningur um stofnun fólkvangs í Einkunnum.
Við blásum til lítillar hátíðar af þessu tilefni og mun umhverfisráðherra heimsækja okkur n.k. föstudag til þess að afhenda okkur fánann með formlegum hætti. Verður samkoman á skólalóðinni og hefst kl. 10. Munu þar fulltrúar skólans, bæjarins og umhverfisráðuneytis flytja ávörp auk þess sem kór skólans mun syngja. Að aflokinni afhendingu og flöggun grænfánans verður viðstöddum boðið upp á grillaðar pylsur og meðlæti. Opið hús verður í skólanum fram til kl. 13:15 og verður þar hægt að ganga um og skoða verk nemenda. Allir eru velkomnir og eru þeir sem kost hafa á hvattir til þess að heimsækja skólann á þessum tímamótum.