Skólaslit – afhending einkunna

Ritstjórn Fréttir

Nemendur 1.-9. bekkja eiga að mæta í skólann kl. 11 fimmtudaginn 8. júní. Þá tekur við dagskrá með fjölbreyttu sniði. Boðið verður upp á grillaðar pylsur og farið verður í leiki. Um kl. 12:30 verður farið í skólastofur og fá nemendur þá afhentan vitnisburð sinn fyrir veturinn.
Boðið verður upp á skólaakstur þennan dag, bæði úr sveitinni og innanbæjar. Verður ferð úr Bjargslandi kl. 10:45 og til baka eftir einkunnaafhendingu kl. 13.
Starsfólk skólans þakkar forráðamönnum samstarfið í vetur og óskar ykkur öllum ánægjulegs sumars.
Með kveðju
Skólastjóri