Sú nýbreytni var tekin upp á þessu hausti að bjóða nemendum í 1. – 3. bekk upp á smiðjur (sjá nánar HÉR).
Markmið þessara breytinga er meðal annars að:
• auka fjölbreytni og sveigjanleika í kennslunni með það að markmiði að koma til móts við áhuga og getu nemenda.
• efla samstarf kennara við skipulagningu kennslunnar með það að markmiði að nýta styrkleika hvers og eins kennara
• blanda ólíkum bekkjardeildum og árgöngum saman til að nemendur kynnist innbyrðis í starfi, læri að bera virðingu hver fyrir öðrum og skapi með sér samkennd
• gefa nemendum tækifæri til að velja sér viðfangsefni eftir áhugasviðum