Ungir frumkvöðlar

Ritstjórn Fréttir

Í vor var haldið námskeið á Varmalandi á vegum Evrópuverkefninsins „Ungir frumkvöðlar“ og Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi fyrir unglinga héðan af Vesturlandi. Fjórum nemendum hefur nú verið boðið í námsferð til Skotlands í tilefni góðrar frammistöðu námskeiðinu. Eru þetta Sigurður Þórarinsson, Eggert Sigurðsson, Valdís Sigmarsdóttir og Rakel Erna Skarphéðinsdóttir, öll úr 10. bekk, en verkefni þeirra fékk 1. verðlaun. Halda þau utan á þriðjudag og verða út vikuna. Er þeim óskað góðrar ferðar og skemmtunar.