Fjölbreytt val á unglingastigi

Ritstjórn Fréttir

Nemendur í 8. – 10. bekk geta valið sér áfanga í 6 kennslustundum af 37 stundum sem þeir eru í skólanum. Nemendur í 8. – 10. bekk eru saman vali II sem við köllum svo, þar sem stuðlað er að lífsfyllingu og víkkaður er sjóndeildarhringurþeirra. Þau eru í áföngum eins og spænsku, silfusmíði, þreki, plötuþeyti- og tækjanámskeiði, skrautskrift, Ensku 103 og söngsmiðju. Nemendur 9. og 10. bekkja eru svo saman í vali I þar sem kynnt er fyrir þeim undirstaða/grunnur í greinum sem síðan mun nýtast þeim í framhaldsnámi. Þar eru þau í áföngum eins og íþróttafræði, stærðfræði, ensku, náttúrufæði og stærðfæði 103. Nemendur þessara bekkja velja sér einnig áfanga í list- og verkgreinum og eru þar í fögum eins og smíði, heimilisfræði, vélsaum, leirvinnu og bakstri.
Í vali II og í list.- og verkgreinum skipta nemendur um þrisvar á skólaárinu um áfanga en í vali I er skipt einu sinni. Nemendur í 9. og 10. bekk fá því 8 áfanga yfir skólaárið í 6 kennslustundum en nemndur í 8. bekk fá 3 áfanga í 1,5 kennslustund á viku.
Á verkefnavef skólans er hægt nálgast meiri upplýsingar um valkerfi í 8. – 10. bekk (sjá HÉR)