Skákæfingar

Ritstjórn Fréttir

Skákæfingar UMSB í samstarfi við Grunnskólann í Borgarnesi og Skáksambands Íslands verða í Grunnskólanum í Borgarnesi á föstudögum frá kl. 14.30-16.00.
Leiðbeinandi er Helgi Ólafsson stórmeistari.
Þátttökugjald verður 3.000 kr. á mann. Veittur verður systkinaafsláttur.
Athygli er vakin á því að öllum er heimilt að mæta á æfingarnar, kynna sér hvað við erum að gera og vera með.
Við hvetjum áhugasama skákmenn á öllum aldri til að taka þátt í að efla skákstarfið á Vesturlandi.
Nánari upplýsingar veitir skáknefnd UMSB
Erla Dögg Ármannsdóttir 437-1715
Guðrún Sigurjónsdóttir 894-0567