Stúlknameistari í skák

Ritstjórn Fréttir

Skákþing Íslands 15 ára og yngri fór fram um liðna helgi. Borgfirðingurinn (og nemandi skólans)Tinna Kristín Finnbogadóttir varð efst stúlkna og ber nú titilinn Stúlknameistari Íslands í skák í fyrsta sinn. Hún varð í áttunda til tólfta sæti á mótinu með fimm og hálfan vinning af níu mögulegum. (af vef Skessuhorns)
Skólinn óskar Tinnu innilega til hamingju með titilinn.