Námsferð

Ritstjórn Fréttir

Í dag heldur sex manna hópur frá skólanum í náms – og skoðunarferð til Minneapolis. Er hann væntanlegur til baka að morgni laugardagsins 11. nóv. Erindið er að sækja námskeið hjá Diane Gossen og Judy Anderson um uppbyggingarstefnuna. Einnig verða allmargir skólar heimsóttir og skoðað verður hvernig uppbyggingin sést, finnst og heyrist í þessum skólum. Markmiðið er svo að að bera sem mest af þessari reynslu hingað inn í skólann.