Krakkakosningar

Ritstjórn Fréttir

KrakkaRÚV, í samstarfi við menntamálaráðuneytið og umboðsmann barna, stóð fyrir krakkakosningum í samstarfi við grunnskóla landsins og gáfu þeir börnum þannig tækifæri til að láta skoðanir sínar í ljós og kjósa til Alþingis.

Flokkarnir skiluðu inn stuttu myndbandi til KrakkaRÚV til að kynna sig og svöruðu spurningum. Krakkarnir gátu síðan kosið þann flokk sem þeim leist best á og síðan voru niðurstöður þessara kosninga kynntar í kosningasjónvarpi RÚV á kosninganótt.

Krakkar í Grunnskólanum í Borgarnesi tóku þátt í kosningunum. Á meðfylgjandi kökuriti má sjá niðurstöðuna.

13879179_958151004290753_3769839566653719816_n