Dagur íslenskrar tungu

Ritstjórn Fréttir

Dagur íslenskrar tungu er á morgun, fimmtudaginn 16. nóvember. Af því tilefni verður stutt dagskrá í Borgarneskirkju fyrir nemendur 1.-6. bekkja. Einnig eru forráðamenn og aðrir áhugasamir velkomnir. Dagskráin hefst kl. 12:30 og áætluð lok hennar kl. 13:30
Dagskráin er eftirfarandi:
1. Setning; Kristján Gíslason, skólastjóri
2. Söngur – Söngsmiðjan – Steinunn Árnadóttir
3. Skáld dagsins – Þórarinn Eldjárn – kynning
4. Ljóðalestur – 3. bekkur
5. Leikin ljóð – 6. bekkur
6. Söngur – Söngsmiðjan – Steinunn Árnadóttir
7. Ljóðalestur – 3. bekkur
8. Ljóðasamkeppni í unglingadeild – viðurkenningar veittar –höfundur besta ljóðsins les sitt framlag.
9. Leikin ljóð – 6. bekkur
10.Yngri kórinn syngur undir stjórn Steinunnar Árnadóttur
11.Slit