Frá umhverfsnefnd skólans

Ritstjórn Fréttir

Skólinn er núna á sínu fyrsta ári Grænfána skóli, við fengum fánann 16. maí í vor. Fimm meginmarkmið skólans eru að :
I. Minnka úrgang, inni og úti
II. Fara vel með þá orku sem við höfum til umráða:
Rafmagn og heitt vatn
III. Minnka pappírsnotkun
IV. Endurnýta og endurvinna það sem hægt er.
V. Kynnast vel okkar nánast umhverfi
Við viljum skoða betur nestismál nemenda. Það kemur fyrir að nemendur klára ekki nesti sitt og henda því sem eftir er, stundum því sem þau vilja ekki borða. Þetta er í sumum tilfellum heilar samlokur eða ávextir sem búið er að narta í. Við sem erum í umhverfsnefnd skólans mælumst til þess að nemendur taki með sér heim afgangsnesti sitt.
Eins er minnt á vefsíðu verkefnisins: http://vefir.grunnborg.is/hilmara/flagg/