Reglur um stuðning til fjarnáms í 10. bekk

Ritstjórn Fréttir

Sveitarstjórn hefur samþykkt reglur um stuðning til fjarnáms fyrir þá krakka sem lokið hafa samræmdum prófum fyrir 10. bekk.
Reglurnar taka gildi frá og með yfirstandandi skólaári og því geta þeir nemendur sem falla undir reglurnar, og eru í fjarnámi í vetur, sótt um endurgreiðslu kostnaðarins eða hluta hans.
Ætlast er til að sótt verði um stuðninginn hjá fræðslustjóra. Með umsókninni þarf að fylgja afrit af reikningum frá viðkomandi framhaldsskóla og einkunnir á samræmdum prófum úr grunnskólanum. Einnig þarf að koma fram í hvaða námi viðkomandi er og einingafjöldi.
Reglurnar er hægt að nálgast HÉR