Í dag eru „litlu“ jólin haldin hátíðleg í skólanum. Nemendur mæta í stofur sínar kl. 9 og eiga þar stund með kennurum sínum. Kl. 10:30 hefst svo jólatrésskemmtun í íþróttamiðstöðinni. Þar flytkja nemendur 4. bekkjar helgileik, nemendur 6. og 7. bekkjar verða með leik – og tónlistaratriði og að lokum syngur skólakórinn nokkur lög. Síðan verður gengið í kring um jólatré við undirleik hljómsveitar og jólasveinar koma í heimsókn. Skemmtuninni lýkur svo kl. 12.