Ágætu nemendur, foreldrar og forráðamenn.
Í fyrra var í fyrsta sinn boðið upp á skólabúninga, flíspeysur og styrkti Sparisjóður Mýrasýslu það framtak myndarlega.
Á aðalfundi Foreldrafélags Grunnskólanns, þann 6. nóvember síðastliðinn, var ákveðið að bjóða aftur upp skólabúninga en að þessu sinni var valinn búningur frá HENSON.
Ákveðið var að bjóða nemendum 6. – 10. bekk svartar hettupeysur og nemendum 1. – 5. bekk svarta HENSON galla með gyltri rönd.
Mátun fer fram í næstu viku í skólanum, unglingadeild – vestasti inngangur, sem hér segir:
1. – 4. bekkur, mánudaginn 22. janúar kl. 17:30 – 18:30
3. – 6. bekkur, þriðjudaginn 23. janúar kl. 17:30 – 18:30
7. – 10. bekkur, miðvikudaginn 24. janúar kl. 17:30 – 18:30.
Foreldrafulltrúar hjálpa til við mátunina.
Ef fólk hefur ekki tök á að mæta þann dag viðkomandi bekkur mætir þá er hægt að koma hina dagana.
Sparisjóðurinn styrkir verkefnið sem fyrr og nemur styrkurinn um 45 % af andvirði búningsins.
Þetta eru góðar og eigulegar flíkur og hvetjum við alla til koma og máta og vera með.