Námskeið um lestur fyrir foreldra 3ju bekkinga

Ritstjórn Fréttir

Námskeið fyrir foreldra og forráðamenn barna í 3. bekk verður haldið þriðjudaginn 28. febrúar. Fjallað verður um hvernig bregðast skuli við þegar nemendur eiga í erfiðleikum með að ná tökum á lestri. Námskeiðið verður í bekkjarstofu 3ja bekkjar AE. Það hefst kl. 16.30 og stendur í klukkustund. Leiðbeinandi er Ásta Björk Bjarnadóttir frá sérfræðiþjónustu skólanna. Foreldrar eru hvattir til að mæta.