Góð þátttaka var í Lífshlaupinu sem fram fór á dögunum. Skólinn lenti í 3. sæti á landsvísu í sínum stærðarflokki. 5. bekkur hreyfði sig mest innan skólans; samtals 41.292 mínútur. Á myndinni má sjá nemendur 5. bekkjar með viðurkenningarskjöld sem skólinn hlaut fyrir góðan árangur.
