Söngkeppni

Ritstjórn Fréttir

Þátttakendur frá skólunum í Borgarbyggð áttust við í söngkeppni í Óðali föstudagskvöldið 26. jan. Sigurvegarar voru úr Grunnskóla Borgarfjarðar en öll atriðin voru afar glæsileg og krökkunum til sóma. Fulltrúar skólans í keppninni voru þau Marta Lind Róbertsdóttir í 10. bekk, en hún lenti í þriðja sæti, Elín Elísabet Einarsdóttir 9. bekk, Magnús Daníel Einarsson 8. bekk og Karitas Óðinsdóttir 9. bekk. Þessir keppendur voru valdir til þátttöku í undankeppni sem haldin var s.l. fimmtudagskvöld.