Nemendur 9. bekkja eyddu saman degi í skátaskálanum í Skorradal s.l fimmtudag ásamt umsjónarkennurum sínum og leiðbeinendum frá Borgarbyggð. Tilgangurinn var að efla liðs – og félagsandann og hafa gaman af að vera til og tókst það vel. Skemmtu þátttakendur sér hið besta við leik og störf innan húss sem utan.