Skólafatnaður

Ritstjórn Fréttir

Í síðustu viku var boðið upp á mátun á nýjum skólafatnaði fyrir nemendur skólans, þátttakan var mjög góð. Ákveðið var að bjóða nemendum 6. – 10. bekk svartar hettupeysur og nemendum 1. – 5. bekk svarta HENSON galla með gyltri rönd.
Vegna fjölda óska verður þeim boðið að mæta í mátun þriðjudaginn 30. janúar frá kl 17:30 – 18:30 í skólanum sem ekki gátu nýtt sér dagana í síðustu viku. Þeir sem ekki geta nýtt sér þennan tíma geta snúið sér til Hilmars aðstoðarskólastjóra, pantað og mátað hjá honum. Verð á göllum verður á bilinu 2.400.- 2.600.- og peysurnar á bilinu 1200 – 1400 kr. Sparisjóðurinn styrkir verkefnið sem fyrr. Ekki verður tekið við pöntunum eftir 30. janúar.
Þetta eru góðar og eigulegar flíkur og hvetjum við alla til koma og máta og vera með.
Stjórn Foreldrafélagsins