Upplestrarkeppni í 7. bekk

Ritstjórn Fréttir

Upplestrarkeppni 7. bekkjar fór fram í Óðali milli kl. 17 og 19 í dag. Þar lásu nemendur upp sögu og síðan ljóð að eigin vali. Dómnefnd valdi svo sigurvegara sem síðan mæta til keppni í upplestri í Varmalandi þann 8. mars ásamt sigurvegurum úr fleiri skólum á Vesturlandi. Í 1. sæti varð Sigríður Ásta Olgeirsdóttir, í 2. sæti varð Alexander Gabríel Guðfinnsson og í 3. sæti varð Ísfold Grétarsdóttir.
Þau Sigríður Ásta og Alexander Gabríel keppa því fyrir hönd skólans í Varmalandi. Á milli atriða buðu foreldrar upp á veitingar og voru þær veglegar að venju.