Eitt af því sem kom fram í sjálfsmati síðasta skólaárs var að skólinn þurfi að setja sér stefnu um ábyrgðasvið foreldra. Þau drög sem hér liggja fyrir byggja á Grunnskólalögum, Aðalnámskrá grunnskóla og Barnaverndalögum. Starfsmannafundur skólans og stjórn forleldrafélagsins hafa fjallað um þau og komið með athugasemdir.
Það er ósk okkar að sem flesttir foreldrar kynni sér þessi drög. Athugasemdum skal komið til Hilmars aðstoðarskólastjóra, hilmara@grunnborg.is