Lok miðannar – upphaf vorannar

Ritstjórn Fréttir

Þriðjudagurinn 20. febrúar er síðasti kennsludagur miðannar. Daginn eftir, öskudag, undirbúa kennarar foreldraviðtöl sem fara svo fram fimmtudaginn 22. febrúar. Upplýsingar um tímasetningu viðtala verða sendar heim með nemendum á næstu dögum. Vetrarfrí er síðan föstudaginn 23. febrúar. Fyrsti kennsludagur vorannar er þá mánudagurinn 26. febrúar en þá hefst kennsla skv. stundaskrá kl. 8 og 8:10.