Samstarf við Rauða krossinn og ABC-hjálparstarf

Ritstjórn Fréttir

Vikuna 26.febrúar til 2.mars munu nemendur í 1.-6. bekk kynna sér hjálparstaf þessara tveggja samtaka og taka þátt í verkefni á þeirra vegum. Ragnhildur Kristín, deildarstjóri eldri deildar og formaður Rauða krossins í Borgarfirði mun kynna hjálparstarf í þessum bekkjardeildum. Hún mun m.a. segja frá ferð sinni til Gambíu síðast liðið vor á vegum Rauða krossins. Í framhaldi af kynningu Kristínar munu 1.- 4. bekkur og 6.bekkur taka þátt í söfnun á skóladóti en helgina 2. og 3. mars verður fatasöfnun á Vesturlandi fyrir bágstadda í Gambíu. Nemendur 5.bekkjar mun hins vegar ganga í hús með söfnunarbauka á vegum ABC en að þessu sinni verður safnað fyrir uppbyggingu skólastarfs í Pakistan og Kenýa. Söfnun ABC er á landsvísu og stendur frá 15. febrúar til 2. mars.