Nú er verið að endurnýja tölvukost tölvuversins í skólanum. Koma nýjar tölvur í stað sex ára gamalla tölva og var ekki vanþörf á. Eins munu í þessum áfanga núna koma tvær nemendatölvur á bókasafn skólans. Tölvurnar eru keyptar af Tölvuþjónustu Vesturlands í kjölfar útboðs. Ekki var annað að sjá í dag en nemendur og kennarar væru kátir með þessa endurnýjun.