Verndum þau

Ritstjórn Fréttir

Fræðslufundur um hvernig bregðast á við grun um vanrækslu eða ofbeldi gegn börnum og unglingum, verður haldinn í félagsmiðstöðinni Óðali, Borgarnesi miðvikudaginn 7. mars kl. 20:00.
Fyrirlesari er Ólöf Ásta Farestveit.
Ólöf Ásta Farestveit er annar höfundur bókarinnar
,,Verndum þau” sem gefin er út á vegum Menntamálaráðuneytisins og Æskulýðsráðs Ríkisins.
Fundurinn er fyrst og fremst ætlaður foreldrum og forráðamönnum barna og unglinga í Borgarfirði og er í boði foreldrafélaga Grunnskólans í Borgarnesi, Varmalandsskóla, Grunnskóla Borgarfjarðar, Klettaborgar og Leikskólans í Skallagrímshúsinu.