S.l. fimmtudag var úrslitakeppni „stóru upplestrarkeppninnar“ hér í Borgarfirði og Dölum haldin á Varmalandi. Héðan fóru tveir keppendur, þeir Sigríður Ásta Olgeirsdóttir og Alexander Gabríel Guðfinnsson. Var frammistaða þeirra þeim og skólanum til sóma. Alexander Gabríel varð í 3. sæti en sigurvegari kom frá Grunnskóla Borgarfjarðar, Kleppjárnsreykjum. Er það Klara Sveinbjörnsdóttir. Í öðru sæti varð Auður Eiðsdóttir úr Varmalandsskóla.