Skólafatnaður

Ritstjórn Fréttir

Í vetur stóð foreldrafélag Grunnskólans í Borgarnesi fyrir kaupum á fatnaði sem gæti verið einkenni skólans. Yngri börn fengu íþr. galla (buxur og peysu) og nemendur í eldri deild gátu keypt hettupeysu, svartar flíkur með gylltum stöfum, merki skólans og nafni barnsins.
Það er skemmst frá því að segja að þessu var vel tekið og fengu tæplega 90% nemenda skólafatnað. Sparisjóður Mýrasýslu styrkti verkefnið verulega og eiga forsvarsmenn bankans þakkir skyldar fyrir það. Það er von stjórnar foreldrafélagsins að með notkun skólafatnaðar skapist öflugri liðsheild og meiri samkennd innan skólans. Stefnt er að því að gera þetta að föstum lið í skólastarfinu og að nýjum nemendum standi til boða að kaupa sér skólafatnað og öðrum að endurnýja sinn.