Stærðfræðikeppnin

Ritstjórn Fréttir

Fyrir nokkru var stærðfræðikeppni grunnskólanna haldin í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Þar áttum við nokkra keppendur sem allir stóðu sig vel. Þó stóðu tveir nemendur sig hvað best, Guðrún Ingadóttir í 9. bekk og Tinna Kristín Finnbogadóttir. Lentu þær báðar í hópði 10 efstu í sínum árgangi. Verðlaun voru afhent við hátíðlega athöfn í FVA s.l. laugardag og tóku þær þar við viðurkenningum sínum en þær höfnuðu í 4.-10. sæti. Til hamingju stúlkur.