Upplestrarkeppni í 5. bekk

Ritstjórn Fréttir

Upplestrarkeppni 5. bekkjar fór fram í sal safnahússins í gær, fimmtudag. Allir nemendur lásu upp valinn texta og síðan valdi dómnefnd þá þrjá sem hún taldi standa fremst. Valið var erfitt því margir lásu afar vel en í efstu þremur sætum urðu Úrsúla Hanna Karlsdóttir í 1. sæti, í 2. sætui varð Sigursteinn Sigurðsson og í því 3. Guðný Hulda Valdimarsdóttir. Að lokinni keppni voru veitingar í boði foreldra. Mynd af sigurvegurum er hér.