Árshátíð NFGB

Ritstjórn Fréttir

Þriðjudaginn 27. mars frumsýnir nemendafélagið rokksöngleikinn „Wake me up“ eftir Hallgrím Helgason í Óðali. Byrjar sýningin kl. 20. Nemendur úr 8.- 10. bekk hafa undanfarið unnið hörðum höndum við undirbúning og æfingar ásamt leikstjóranum Arnoddi Magnúsi Danks. Upplýsingar um sýningardaga (word skjal) og mynd af þáttakendum er hér að finna. Skólinn hvetur alla til að koma og sjá skemmtilega sýningu.