Skólahreysti – úrslit

Ritstjórn Fréttir

Vesturlandsmótið í skólahreysti var haldið hér í íþróttamiðstöðinni í gær. Fjöldi manns mætti til að fylgjast með skemmtilegri og spennandi keppni en 10 skólar sendu keppendur til leiks. Keppendur frá okkur voru þau Ágúst Þorkelsson, Marta Lind Róbertsdóttir, Bjarki Þór Gunnarsson og Valdís Sigmarsdóttir. Stóðu þau sig frábærlega vel og t.d. gerðu þau Bjarki Þór og Valdís sér lítið fyrir og sigruðu í hraðabrautinni. En heildarúrslit urðu þau að Grundaskóli varð í 1. sæti, Grunnskóli Húnaþings í 2. sæti og Grunnskólinn í Borgarnesi í því 3. Flottur árangur og skemmtileg keppni sem sýnd verður senn á Skjá1. Til hamingju keppendur.