Spegillinn (aðstandendasamtök átröskunarsjúklinga) í samvinnu við fagaðila á átröskunardeild Landspítala Háskólasjúkrahúss verður með forvarnarátak gegn átröskunum fimmtudaginn 26.04.2007 kl 20.00 í stofu 26 (náttúrufræðistofa á 2. hæð) í Grunnskólanum í Borgarnesi Forvarnarverkefnið felst í fræðslu fyrir starfsfólk grunn- og framhaldsskóla og foreldra nemenda í grunn- og framhalsskóla. Veitt verður klukkutíma fræðsla á skjávarpa og boðið upp á umræður á eftir.
Fræðslan er fólki að kostnaðarlausu en er styrkt af Landsbanka Íslands.
Bestu kveðjur fyrir hönd átakshópsins,
Kolbrún Marelsdóttir.
Bestu kveðjur fyrir hönd átakshópsins,
Kolbrún Marelsdóttir.