Aðalfundur foreldrafélags Grunnskólans í Borgarnesi verður haldinn mánudaginn 30. apríl kl 20:00 í félagsmiðstöðinni Óðal.
Dagskrá:
1. Skýrsla formanns um starfsemi félagsins á liðnu ári,
2. Lagabreytingar,
3. Kosning tveggja stjórnarmanna til tveggja ára og tveggja í varastjórn.
4. Kosning foreldrafulltrúa, aðal-og varamanna, til setu á fundum skólanefndar.
5. Önnur mál.
6. Kaffiveitingar
7. Borgnesingurinn Haraldur Jónsson les örsögur úr sveitinni og Borgarnesi.
Það er von okkar að sjá ykkur sem flest á fundinum.
Stjórn foreldrafélagsins.